TVÖFALT PRJÓN AUKANÁMSKEIÐ
Category:
NÁMSKEIÐ: Tvöfalt prjón – Tvílita tækni og sköpunargleði
Lærðu undirstöðuatriði tvöfalds prjóns með Thelmu, þar sem farið verður yfir helstu aðferðir og möguleika þessarar fallegu og fjölbreyttu tækni. Aðal áherslan er lögð á að geta prjónað Thelma -scarf, shawl og hoodie.
Á námskeiðinu lærir þú meðal annars:
-
Uppfitjunarleiðir fyrir tvöfalt prjón, þar á meðal hefðbundna og einnig verður farið ykir ítölsku með tveimur litum.
-
Að prjóna með tveimur litum og lesa mynstur í tvöföldu prjóni.
-
Hvernig hægt er að nýta tvöfalt prjón, t.d. til að prjóna fald.
- Hvernig aukið er út og hvernig lykkjur eru teknar saman.
-
Hvernig fellt er af í tvöföldu prjóni.
Þú þarft að koma með:
-
Prjónastærð 4 mm (staka eða hringprjón).
-
Tvo liti af bómullargarni sem henta prjónastærð 4 mm
– Mælt er með að litirnir séu ólíkir, en einnig velkomið að taka með fleiri liti til að leika sér með.
Við fitjum upp í lítilli tusku á meðan við byggjum upp öryggið í þessu nýja handverki, þáttakendur fá efni til að taka með heim til að vinna áfram.
Allir þátttakendur fá uppskriftina Thelma hoodie, svo ef þú verslar fleiri en 1 miða þarftu að senda email hjá öllum þeim þáttakendum sem verslað er fyrir.
Miðinn gildir í námskeið á mánudeginum 13.10 frá 18-21 Artifexinktattoo í Engihjalli 8, 200 Kópavogur
Takmarkað magn miða í boði – tryggðu þér sæti sem fyrst!
Miðar eru ekki endurgreiddir vegna forfalla, en við hvetjum ykkur að hafa samband og tilkynna forföll. Ef myndast hefur biðlisti er möguleiki á að koma miðunum í endursölu og endurgreiða miðann.
Shipping & Returns
We ship from Copenhagen, Denmark, with care and intention — just like our products.
Shipping within Denmark is 50 DKK and international shipping is 132 DKK.
We offer free shipping on orders over:
• 600 DKK in Denmark
• 1200 DKK internationally
Returns & Refunds
Changed your mind? No problem. Most items can be returned within 14 days of purchase as long as they’re in original condition — unworn, unwashed, with tags intact.
Please note: Made-to-order hand-knitted styles and knitwear patterns are non-refundable.
You’ll receive a refund (excluding shipping) once we’ve received your return and confirmed everything is in good shape. Return costs are your responsibility.