SIASWEATER - Icelandic
Kategori: ICELANDIC - PATTERNS
Íslenska útgáfan
Style SIASWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm) XS (S) M (L) XL (2XL)
1. Yfirvídd berustykki
92 (96) 102 (108) 116 (126)
2. Lengd á bol
48 (50) 52 (54) 56 (58)
3. Lengd á ermum til handveg
49 (49,5) 51,5 (52) 52 (52)
4. Yfirvídd á bol
164 (172) 190 (202) 208 (209)
Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott, málin geta breyst eftir að peysan hefur verið þvegin. Hafið í huga að peysan á að vera stór í yfirvídd á bolnum.
Hæfni : Meðalþekking
Efni
Organic merino DK frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðal lengd ca. 225m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Organic merino DK : 7 (7) 7 (8) 8 (8)
Hringprjónar 4 mm í 40 & 80 cm.
Hringprjónar 3,5 mm 40 cm.
5 x sokkaprjónar 3,5 mm.
Saumnál og prjónamerki
Heklunál nr. 3,5
2 x stórar öryggisnálar eða garn til að geyma lykkjurnar fyrir ermar.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 21 L og prj 29 umf á prj 4 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð frá hálsmáli og niður í hring, fitjað er upp fyrir hálsmáli og þar eftir kemur útaukning fyrir axlir. Peysunni er deilt upp við handveg, þar sem búkur og ermar eru prjónuð í sitthvoru lagi. Pífurnar við ermarnar og axlirnar eru prjónaðar með að taka upp lykkjur við axlirnar og ermarnar, eftir að peysan hefur verið prjónuð.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Organic Merino DK .
Forsendelse & Returnering
Vi sender fra København, Danmark, med omhu og hensigt – ligesom vores produkter.
Fragt inden for Danmark er 50 DKK og international fragt er 132 DKK.
Vi tilbyder gratis fragt på ordrer over:
• 500 DKK i Danmark
• 800 DKK internationalt
Returneringer og tilbagebetalinger
Har du skiftet mening? Intet problem. De fleste varer kan returneres inden for 14 dage efter købet, så længe de er i original stand - ubrugte, uvaskede, med tags intakte.
Bemærk venligst: Håndstrikkede styles og strikmønstre kan ikke refunderes.
Du modtager en refusion (ekskl. forsendelse), når vi har modtaget din retur og bekræftet, at alt er i god stand. Returneringsomkostninger er dit ansvar.