WINONACARDIGAN - Icelandic
Kategori: Hjemmeside, ICELANDIC - PATTERNS
Íslenska útgáfan
Style WINONACARDIGAN er prjónauppskrift. Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðir XS (S) M (L) XL (XXL) 3XL (4XL)
1.Yfirvídd 75 (80) 82 (87) 89 (89) 91 (95)
2.Lengd á bol mælt frá uppfitjun miðju baki 39 (41) 43 (44) 45 (45,5) 45,5 (45,5)3.Lengd á ermum mælt frá handakrika 57 (59) 61 (62) 62,5 (62,5) 62,5 (62,5)
Uppgefin mál eru tekin af gollunni fyrir þvott, en hún getur stækkað örlítið í þvotti. Gollan er aðsniðin og hún gefur vel eftir í mátun eða um 30-40 cm, sem þýðir að stærð M sem er 82 cm getur passað upp í allt að brjóstummáli 108 cm t.d. Ermarnar eru langar og bolurinn er stuttur.
Hæfni : Prjóna slétt og brugðið, auka út, prjóna saman lykkjur, prjóna í hring, kantlykkja og slá upp lykkju til að prjóna hnappagöt.
Efni
Handlitað Mulberry silki frá Thelma Steimann. Silkið er ótrúlega fallegt og mjúkt garn til að prjóna með, það gefur fallega glansandi og léttleika í flíkinni. Meðallengd ca 400m / 100 g í hverri hespu.
Mulberry silk : 3 (3) 3 (3) 4 (4)
Hringprjónar 3 mm í 40 & 80 cm fyrir bol og ermar
5 x sokkaprjónar 3 mm fyrir ermar (ekki nauðsynlegt ef prjónað er með magic loop)
Nál til að fela enda
Prjónamerki
2 x prjóna snúru til að geyma lykkjur
3 x tölur 18 mm
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 27 L á prj 3 mm og prjónið * 3 L sl, 3 L br* samtals 38 umferðir fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna. Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Fitjað er upp fyrir besustykkinu og unnið ofan frá og niður. Gollan er prjónuð fram og tilbaka að mestu leyti, fyrir utan ermarnar sem eru prjónaðar í hring. Berustykkið er prjónað með útaukningu og að útaukningu lokinni eru lykkjurnar fyrir ermarnar settar á prjóna snúru til að geyma á meðan prjónað er áfram bolinn. Á bolnum er prjónuð útaukning á hliðunum, ásamt hnappagötum. Pífurnar á bolnum eru prjónaðar með því að auka út í sléttu lykkjunum.
Uppgefið magn af garni er miðað við meðaltal og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Lesið yfir uppskriftina áður en hafist er á verkefninu
Forsendelse & Returnering
Vi sender fra København, Danmark, med omhu og hensigt – ligesom vores produkter.
Fragt inden for Danmark er 50 DKK og international fragt er 132 DKK.
Vi tilbyder gratis fragt på ordrer over:
• 500 DKK i Danmark
• 800 DKK internationalt
Returneringer og tilbagebetalinger
Har du skiftet mening? Intet problem. De fleste varer kan returneres inden for 14 dage efter købet, så længe de er i original stand - ubrugte, uvaskede, med tags intakte.
Bemærk venligst: Håndstrikkede styles og strikmønstre kan ikke refunderes.
Du modtager en refusion (ekskl. forsendelse), når vi har modtaget din retur og bekræftet, at alt er i god stand. Returneringsomkostninger er dit ansvar.