ADRIANASWEATER - Icelandic
Kategori: ICELANDIC - PATTERNS
Íslenska útgáfan
Style ADRIANASWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir XS (S) M (L) XL (XXL)
1.Yfirvídd (brjóstummál)
105 (110) 115 (120) 123,5 (130,5)
2.Lengd á ermum til handakrika
41 (43) 45 (45,5) 46 (46)
3.Lengd mæld frá miðju baki og niður
52 (53,5) 56 (56,5) 57 (57)
Uppgefin mál eru tekin af peysunni fyrir þvott. Peysan getur stækkað örlítið eftir þvott. Peysan er rúm í stærðum, sirka 15-20 cm.
Hæfni : Slétt og brugðið, prjóna með tveimur litum í einu, kaðlaprjón og lykkja saman undir höndunum.
Efni
Handlitað Chunky baby alpaca, 100% baby alpaca ull. Mjúkt og skemmtilegt garn að vinna með. Hver hespa inniheldur 100 m í 100 gr.
Litur1: 4/5/5/6/6/6
Litur2: 4/5/5/6/6/6
Hringprjónar 6 mm 80/100 cm
Hringprjónar 7 mm í 40 og 80/100 cm
5 x sokkaprjónar 6 mm og 1 aukaprjónn fyrir kaðla
Saumnál til að fela enda
4 Snúrur eða afgangs garn til að geyma lykkjur
Prjónamerki
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 16 L og prj 12 umf af 1 x 1 stroff á prj 7 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð neðanfrá og upp í hring með stroffi í tveimur litum. Bolurinn og ermarnar eru prjónuð hvert fyrir sig og sameinað við berustykkið. Berustykkið er prjónað í hring með úrtöku. Í uppskriftinni er talað um tvo liti, aðal lit (litur 1) og auka lit (litur 2), en báðir litirnir eru jafn sýnilegir. Aðalliturinn er slétta lykkjan og auka liturinn er prjónaður brugðin.
Uppgefið garn er miðað við meðaltal og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Peysan er hönnuð fyrir handlitað garn. Ég mæli með að velja liti í svipuðum tónum eins og til dæmis ef aðal liturinn er brúnn að taka aukalitinn með smá blettum af brúnum svo þeir blandist örlítið saman.
Þegar prjónað er með handlituðu garni er ótrúlega mikilvægt að blanda hespunum saman til að koma í veg fyrir litaskil. Í þessu youtube myndbandi er hægt að sjá hvernig ég blanda hespunum saman. Með því að prjóna með tveimur hespum í einu og skipta þeim út í annarri hverri umferð.
https://youtu.be/dVsN8qJ3ZD8?si=aV8DcUSPInbA0IjY
Þetta hljómar kannski eins og mikil aukavinna því þú ert líka að prjóna með tveimur litum, en þetta er mjög auðvelt smáatriði sem gerir peysuna ennþá fallegri með jöfnum lit.
Það er hægt að finna myndefni inn á heimasíðunni til að sjá hvernig peysan er prjónuð.
Forsendelse & Returnering
Vi sender fra København, Danmark, med omhu og hensigt – ligesom vores produkter.
Fragt inden for Danmark er 50 DKK og international fragt er 132 DKK.
Vi tilbyder gratis fragt på ordrer over:
• 500 DKK i Danmark
• 800 DKK internationalt
Returneringer og tilbagebetalinger
Har du skiftet mening? Intet problem. De fleste varer kan returneres inden for 14 dage efter købet, så længe de er i original stand - ubrugte, uvaskede, med tags intakte.
Bemærk venligst: Håndstrikkede styles og strikmønstre kan ikke refunderes.
Du modtager en refusion (ekskl. forsendelse), når vi har modtaget din retur og bekræftet, at alt er i god stand. Returneringsomkostninger er dit ansvar.