Íslenska útgáfan
Style YIONDRESS er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm) XS (S ) M (L ) XL
1. Lengd á kjól
F:67 B:70 (F:71 B:74) F:75 B:78 (F:88 B:91) F:89 B:92
2. Yfirvídd á kjól
120 (122,5) 125 (127,5) 130
Málin eru byggð á kjólnum fyrir þvott, málin geta breyst eftir að kjólinn hefur verið þvegin. Hafið í huga að kjólinn á að vera stór í stærðum svo lögunin á kjólnum njóti sín betur. Mál á yfirvídd yfir kjól er mælt við ummál á mjöðmum.
Hæfni : Meðalþekking
Efni
Organic merino DK frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 225m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Organic DK : 4 (4) 5 (5) 6
Hringprjónar 4 mm í 80/100 cm.
2 x sokkaprjónar 4 mm.
Saumnál.
1 x prjónamerking.2 x stórar öryggisnálar eða þráður til að geyma L sem hvíla.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 21 L og prj 29 umf á prj 4 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Kjóllinn er prjónaður neðanfrá og upp, kjólinn er prjónaður sem fram-og bakhlið, fram og tilbaka. Við mjaðma hæð er kjólinn tengdur saman á hringprjón og prjónaður saman í hring. Kjólinum er deilt aftur upp og prjónaður áfram sem tveir sitthvorir hlutar, fyrir fram- og bakhlið. Böndin eru prjónið hvert fyrir sig og tengd saman við axlir.
Lesið yfir uppskriftina áður en hafist er á verkefninu.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Organic Merino DK .
top of page
kr60.00Price
YOU MIGHT ALSO LIKE
bottom of page