Íslenska útgáfan
Style THELMASHAWL er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Uppskriftin inniheldur 8 mismunandi mynstur
Stærðir Ein stærð
Lengd 183 cm
Breidd Frá 3 - 27 cm
Málin eru byggð á treflinum fyrir þvott, málin geta breyst og stækkað eftir að trefillinn hefur verið þveginn.
Hæfni : Tvöfallt prjón
Efni
Fine merino perlugarn frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 365m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Fine organic col 1 : 1
Fine organic col 2 : 1
Klúturinn er prjónaður með cirka 50 gr af hvorum litnum, hver hespa í Fine Organic er 100 gr og þar af leiðandi dugar garnið í tvo klúta.
Kid silk mohair : 1 (Rúlluð upp tvo hnykla)
Handlitið silkimohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 72% mohair og 28% silki , meðallengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Silkimjúk áferð og þægileg ull til að vinna með.
Hringprjónar 60 cm í 4,5 mm eða 2 x prjónar í 4,5 mm.
Saumnál til að fela enda.
1 x færanlegt prjónamerki
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 18 L (samtals 36 L) með Fine Organic og Kid silk mohair, prjónið 19 umf af tvöföldu prjóni á prj 4,5 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna. Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
top of page
kr50.00Price
YOU MIGHT ALSO LIKE
bottom of page