Íslenska útgáfan
Style OMBRESWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm)
XS (S) M (L) XL (2XL)
1. Yfirvídd brjóst
112,5 (120) 127,5 (132,5) 137,5 (142,5)
2. Lengd bol mælt mitt bak
51 (54) 57 (58) 58,5 (58,5)
Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott. Hafið í huga að peysan á að vera víð í stærðum.
Hæfni : Byrjendur
Efni
Organic Merino Aran frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 166m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Litur 1: 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Litur 2 : 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Litur 3 : 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Litur 4 : 2 (2) 2 (2) 2 (2)
Litur 5 : 1 (1) 1 (2) 2 (2)
Hringprjónar 5,5 mm í 40 & 80 cm fyrir bol og ermar.
Hringprjónar 4,5 mm í 40 fyrir hálsmál.
Saumnál, prjónamerki og 2 x stórar öryggisnálar eða garn til að geyma lykkjur.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 16 L og prj 21 umf á prj 5,5 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð ofan frá og niður í hring. Fitjað er upp á hálsmálinu og þar eftir aukið út fyrir axlir. Peysunni er deilt upp við handveg og bolurinn og ermarnar eru prjónuð áfram í sitthvoru lagi.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Peysan er hönnuð með það í huga að leyfa handlituðu garninu að njóta sín og leika sér með liti til að skapa “Ombre” stíl, þar sem litirnir blæða inn í hvorn annan.
top of page
kr60.00Price
YOU MIGHT ALSO LIKE
bottom of page