Íslenska útgáfan
Style NOVASWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm) XS (S) M (L) XL (XXL)
1.Yfirvídd
113 (116,5) 120 (123,5) 127 (130,5)
2.Lengd á ermum til handakrika
42 (43,5) 45 (45,5) 45,5 (45,5)
3.Lengd á bol til handakrika fram/bakhlið
31/32,5 (33/34,5) 35/36,5 (36/37,5) 36,5/38 (36,5/38)
Uppgefin mál eru tekin af peysunni eftir að peysan hefur verið þveginn og lykkjurnar raktar upp. Peysan á að vera rúm í stærðum og ermarnar eru ekstra langar.
Efni
Organic Merino Aran frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 166m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
ORGANIC ARAN: 5 (5) 6 (6) 6 (6)
Hringprjónar 5 mm í 40 & 80/100 cm
Hringprjónar 4,5 mm í 40 cm fyrir stroff
Saumnál til að fela enda
Prjónamerki
Snúru eða afgangs garn til að geyma lykkjur.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 18 L og prj 23 umf á prj 5 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er að mestu leitin prjónuð í hring, ofan frá og niður. Í byrjun er hálsmálið prjónað fram og tilbaka, en svo tengdt saman á framstykkinu og þar eftir eru peysan prjónuð áfram í hring. Berustykkinu er síðan deilt upp í bol og ermar. Stroffið á hálsmálinu er prjónað með því að sækja lykkjur frá hálsmálinu. Lykkjurnar sem eru raktar upp, eru prjónaðar brugðnar samkvæmt mynstrinu og síðan sleppt af prjónunum. Ég mæli með því að þú horfir á myndbandið til að sjá hvernig þú prjónar mynstrið:
https://www.youtube.com/watch?v=fDo9v-mZ93s
Það eru nokkrir hlutir sem er mikilvægt að hafa á bak við eyrað þegar þú rekur upp lykkjurnar á þennan hátt. Það mikilvægasta er að þú skiptir ekki út garni þar sem lykkjurnar verða raktar upp í mynstrinu. Organic Aran er virkilega hentugt garn fyrir verkefnið, af því að hver hespa inniheldur 166 m af garni og þar af leiðandi þarftu ekki að vera að skipta út garni það oft í verkefninu. Garnið er líka mjög sterk og þykkt, þannig það þolir vel að hanga óprjónað þar sem lykkjurnar eru raktar upp. Það er mjög mikilvægt að nota ekki lace garn (Kid silk mohair eða Angel lace) til að blanda með í verkefnið, þar sem það gæti einfaldlega rifnað.
Þegar prjónað er með handlituðu garni er ótrúlega mikilvægt að blanda hespunum saman svo að ekki séu litaskil þegar prjónað er með tveimur eða fleiri hespum. Í þessu youtube myndbandi er hægt að sjá hvernig ég blanda hespunum saman.
https://youtu.be/dVsN8qJ3ZD8?si=aV8DcUSPInbA0IjY
top of page
kr60.00Price
YOU MIGHT ALSO LIKE
bottom of page