top of page
LUNACARDIGAN LONG (mohair edition)

Íslenska útgáfan

 

Style LUNACARDIGAN LONG er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðir                                                                             

XS       S         M         L      XL      XXL

 

1.Lengd á búk til handveg                                         

34   (35)    36    (36,5)   36,5   (36,5)

2.Lengd á ermi til handveg                                        

51      (52)      53     (53,5)  54     (54) 

3.Vídd yfir brjóst                                                            

89,5  (95,5)  103    (110)  119  (126) 

 

Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott, málin geta breyst eftir að peysan hefur verið þvegin. Hafið í huga að hægt er að laga til málin á yfirvíddinni með að staðsetja tölurnar til að aðlaga að eigin ummáli.

 

Hæfni : Meðalþekking

 

Efni

 

Fine merino perlugarn frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 365m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.

 

Fine organic: 3 / 4 / 4 / 4 / 5 / 5 

 

Saman með:

 

Handlitið silkimohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 72% mohair og 28% silki , meðal lengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Silkimjúk áferð og þægileg ull til að vinna með

 

Kid silk mohair : 3 / 3 / 4 / 4 / 4 / 4

 

 

 

Hringprjónar 4 mm í 40 & 80 cm fyrir bol og ermar

Hringprjónar 3 mm í 40 or 80 cm fyrir stroff

5 x sokkaprjónar 3 mm fyrir stroff á ermunum.

Saumnál til að fela enda 

10 x prjónamerki

2 x stórar öryggisnælur eða aukagarn til að geyma lykkjur

11 x tölur 2,5 cm

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 21 L og prj 29 umf á prj 4 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.

Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.

Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með raglan útaukningu. Berustykkið er prjónað fram og tilbaka með stroff kant við ermarnar, einnig er aukið út á hvorri hliðinni á peysunni. Berustykkinu er síðar deilt upp í ermar, fram og bakhlið. Bolurinn er prjónaður áfram fram og tilbaka, með útaukningu á hliðunum. Ermarnar eru prjónaðar í hring með úrtöku. Stroff listinn á framhliðinni er prjónaður á peysuna með hnappagötum.

 

Magn af garni er miðað við meðaltal og er þar af leiðandi mismunadi fyrir hvern og einn. Hægt er að prjóna peysuna með hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Fine Organic, með Kid silk mohair.

LUNACARDIGAN LONG (mohair edition)

kr60.00Price

    YOU MIGHT ALSO LIKE

    bottom of page