Íslenska útgáfan
Style DUNAJUNIOR er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm)
2-3 (3-4) 4-5 (5-6) 6-7 (7-8) 8-9 (9-10) 10-11 (11-12)
1.Yfirvídd
72 (76) 81 (88) 91 (95.5) 100 (104) 107 (110)
2.Heildarlengd, mælt frá miðju baki (mínus kragi)
37 (39) 43 (44) 46 (49) 50 (51) 53 (54)
Uppgefin mál eru tekin af peysunni eftir þvott. Dunajunior er hönnuð með það í huga að vera rúmgóð í stærðum, með sirka 10 - 15 cm í umfram vídd.
Hæfni : Hálft klukkuprjón, einnig kallað Brioche. Prjónað í hring með bæði útaukningu og úrtöku.
Efni
Það er bæði hægt að prjóna peysuna í Fine Organic saman með Angel lace long, eða Organic DK.
Fine merino perlugarn frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull.
Meðallengd ca. 365m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Fine Organic : 2 (3) 3 (3) 3 (4) 4 (4) 4 (4)
Saman með:
Handlituðu Angel light lace 1200 m frá Thelma Steimann, garnið er létt og fullkomin blanda af 80% extra fínni merino ull og 20% silki. Garnið er fullkomið sem aukaþráður og gefur skemmtilegt litaspil.
Angel long lace : 1 (1) 1 (1) 1 (1) 1 (1) 1 (1)
Eða
Organic merino DK frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 225m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Organic DK: 3 (4) 4 (4) 4 (4) 5 (5) 5 (5)
Hringprjónar 4 mm í 40 og 100/80 cm.
Saumnál til að fela enda.
Prjónamerki.
Umferða teljara.
Lykkju snúru til að geyma lykkjur.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður er byrjað er á peysunni.
10 x 10 cm : Fitjið upp 14 L á prj 4 mm og prj 44 umf af klukkuprjóni. 1 umf er 1 L sl, 1 L br. Í næstu umf og áfram er et *1 L br, prjónið 1 L slétt í lykkjuna*. Þvoið prufuna og leggið til þerris, prufan ætti að stækka við þvott. Hafið í huga að prjónfestan er prjónuð með klukkuprjóni en peysan er prjónuð með hálfu klukkuprjóni.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð ofan frá og niður í hring. Berustykkið er prjónað með raglan útaukningu og síðar deilt upp í ermarnar og bolinn. Ermarnar eru prjónaðar með úrtöku.
Peysan er prjónuð með hálfu klukkuprjóni eða brioche, það eru til nokkrar útfærslur af klukkuprjóni og ég mæli með því að prjóna með þeirri útgáfu sem þér finnst þægilegast að vinna með. Uppskriftin er skrifuð út frá því að slá upp og færa eina slétta lykkju óprjónaða yfir í annarri hverri umferð. Þegar úrtakan og útaukningin eru prjónaðar eru alltaf annaðhvort fjarlægðar tvær lykkjur eða bætt við tveimur lykkjum.
top of page
kr60.00Price
YOU MIGHT ALSO LIKE
bottom of page