Íslenska útgáfan
Style WRAPMESWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir
XS (S) M (L) XL (XXL)
1. Lengd á ermi til handveg
51 (53) 54,5 (56) 56,5 (56,5)
2. Yfirvídd
70,5 80,5 86,5 98,5 110,5 116,5
Uppgefin mál eru tekin af peysunni fyrir þvott, peysan gæti stækkað örlítið við þvott. Peysan á að vera aðsniðin og hún gefur allt að 20 - 30 cm eftir. Sem dæmi gæti eigið mál verið 92,5 og stærð S eða M gæti passað betur heldur en L.
Hæfni : Prjóna slétt og brugðið, auka út og taka saman, prjóna snúru og hnappagöt.
Efni
Organic merino DK frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 225m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Organic merino: 3 (3) 3 (4) 4 (4)
Hringprjónar 4 mm í 40 & 80 cm fyrir bol og ermi
2 x sokkaprjónar 4 mm fyrir bönd
Saumnál til að fela enda
Prjónamerki
Prjóna snúra til að geyma lykkjur erminni.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 22 L og prj 29 umf á prj 4 mm, prj stroff et; 3 L sl, 3 L br út umf. Þvoið prufuna fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna. Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningu. Peysan er prjónuð fram og tilbaka, fyrir utan ermina sem prjónuð er í hring. Snúrurnar eru prjónaðar með i-cord aðferðinni og saumaðar á peysuna. Hægt er að prjóna tvær peysur og tengja þær saman. Til að tengja peysurnar saman þarf að prjóna göt á hliðinni.
top of page
60,00krPrice
Related Products
bottom of page