top of page
WENDYCARDIGAN

Íslenska útgáfan

 

Style WENDYCARDIGAN er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir                        

XS    (S)     M     (L)     XL    (XXL)

1.Overall width (measured around hip)                         

130 (136) 138 (144) 146   (148)

2.Lengd á bol frá handakrika                                            

82   (88)   90   (92)    92     (92)

3.Lengd á ermum frá handakrika                                     

38  (40)   42    (43)    43     (43)

 

Uppgefin mál eru tekin af peysunni fyrir þvott. Peysan er hönnuð til að vera rúm í stærðum og gefur sirka 15 - 25 cm umfram vídd, sérstaklega í minni stærðunum.

 

Hæfni : Prjóna fram og tilbaka, slétt og brugðið. Prjóna í hring og sækja lykkjur.

 

Efni

 

Wild alpaca peysan:

 

Handlitað Wild Alpaca frá Thelma Steimann, 90% baby suri alpaca & 10% silki frá Thelmu Steimann. Mjúk og létt garn að vinna með. Hver hespa inniheldur 225 m / 100 gr. 

 

Wild alpakka litur 1: 2 (2) 2 (2) 2 (2)

Wild alpakka litur 2: 1 (1) 1 (2) 2 (2)

 

eða

 

Kid silk peysan:

 

Handlitið silkimohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 72% mohair og 28% silki, meðallengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Silkimjúk áferð og þægileg ull til að vinna með. 

 

Kid silk mohair : 250-300 (250-300) 300- 350 (350- 400) 350- 400 (400- 450) gr 

 

Kid silk mohair peysan er prjónuð með 3 þráðum af mohair og 1 þræði af Angel light lace

 

Handlitað Angel light lace frá Thelma Steimann, garnið er létt og silki mjúkt. Garnið samanstendur af 80% extra fínni merino ull og 20% silki. Angel light lace er fullkomið garn til að prjóna með Kid silk mohair til að bæta styrk í garnið. Hver hespa inniheldur um það bil 100g / 800 m. 

 

Angel lace : 1 (1) 1 (2) 2 (2)

 

Garn fyrir lista : 

 

Kid silk mohair : 1 (1) 1 (1) 1 (1)

 

Heingprjónar 40 og 80 / 100 cm í 10 mm fyrir peysuna

Hringprjónar 40 og 80 / 100 cm í 5 mm fyrir listana

Saumnál til að fela enda

Snúru til að geyma lykkjur

Prjónamerki

4x tölur í stærð 26 mm

Smá spotta til að sauma tölur og saumnál

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 11 L og prj 13 umf á prj 10 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.

Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.

Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna. 

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og tilbaka, fyrir utan ermarnar sem prjónaðar eru í hring. Berustykkið er prjónað með útaukningu eða þar til peysan hefur náð uppgefinni vídd. Lykkjur fyrir ermarnar eru geymdar á meðan bolurinn er prjónaður. Þegar lokið er við bolinn eru ermarnar prjónaðar. Listinn fyrir tölurnar er prjónaður fram og tilbaka.

 

Lesið yfir uppskriftina áður en hafist er á verkefninu.

 

Ef þú ætlar að prjóna með Wild alpakka:

 

Besta leiðin til að prjóna peysuna með handlituðu garni er að prjóna með tveimur dokkum í einu. Þegar prjónað er með tveimur dokkum í einu er best að skipta út dokkunum í annarri hverri umferð. Ef þú hefur ekki prjónað eftir þessari aðferð, þá er hægt að finna mjög hjálplegar leiðbeiningar hérna : 

 

https://www.youtube.com/watch?v=CtxBXfi5g6w

 

Ef þú ætlar að prjóna með Kid silk mohair og langar til að búa til fallegt fade ombre lúkk:

 

Kid silk mohair peysan er prjónuð með þremur þráðum af mohair á sama tíma. Til að prjóna hið fullkomna fade, er best að prjóna með þremur í sama lit í einu (eða líkum litum). Þegar þú klárar dokku eða þér finnst vera kominn tími til að skipta um lit, slíttu þá frá einn lit í einu. Prjónaðu nokkrar umferðir á milli áður en þú skiptir út næsta lit. Ef þú skiptir út öllum litum á saman tíma, þá verða litaskiptin líkari röndum. Það er að sjálfsögðu líka eitthvað og gæti þess vegna verið enn ein útfærslan. En til að gera hið fullkomna fade, mæli ég með því að skipta út einum í einu og þannig skapa mild litaskipti.

 

Bæði Wild og Kid silk peysurnar geta líka verið prjónaðar einlitar. Hafðu bara í huga að hafa sama garnmagn og gefið er upp.

WENDYCARDIGAN

60,00krPrice

    Related Products

    bottom of page