top of page
TANYASWEATER

Íslenska útgáfan

 

Style TANYASWEATER er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir (cm)                                                    

XS (S) M  (L) XL (2XL)

1.Yfirvídd brjóstummál                                

111 (114) 117 (120) 123 (126)

2.Lengd peysu mælt mitt bak og niður     

48 (49,5) 51 (52) 52,5 (52,5)

3.Lengd á ermum frá handakrika               

48 (50) 52 (52,5) 52,5(52,5)

  

Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott, málin geta breyst eftir að peysan hefur verið þvegin.  Tanya peysan er mjög rúm í stærðum og ég mæli með því að prjóna hana í stærð sem gefur í minnsta lagi 15 - 20 cm stærri en eigið brjóstummál.

 

Hæfni: Slétt og brugðið, útaukning og úrtaka

 

Efni

 

Klassísk Tanya

 

Handlitað Wild Alpaca frá Thelma Steimann, 90% baby suri alpaca & 10% silki frá Thelmu Steimann. Mjúk og létt garn að vinna með. Hver hespa inniheldur 225 m / 100 gr.

 

Wild alpaca: 3 (3) 3 (4) 4 (4) 

 

Tanya “light”

 

Handlitið silkimohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 64% mohair og 36% silki, meðallengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Silkimjúk áferð og þægileg ull til að vinna með.

 

Kid silk mohair : 2 (2) 2 (2) 2 (3) 

 

&

 

Wild alpaca : 1 (1) 1 (1) 1 (1)

 

Tanya light er prjónuð með einföldum þræði af Kid silk mohair. Peysan á myndinni er prjónuð með lit sem er litaður 50/50, þessi litunnar tækni kallast “pooling” á ensku og þegar prjónað er í hring með garni sem litað er á þennan hátt myndast óreglulegar rendur. Veldu Wild sem passar vel með öðrum hvorum litnum í hespunni og í hvert þriðja eða fjórða skipti (hvað passar, algjört smekks atriði) sem liturinn kemur upp, skalltu prjóna hann saman með Wild. Þæfið Kid silk saman með Wild alpaca í fingrunum, eða þar til garnið festist saman. Stroff í hálsmáli, ermum og bol er allt prjónað með tvöföldum þræði að mohair.

 

“Chunky” Tanya

 

Handlitað Chunky baby alpaca, 100% baby alpaca ull. Mjúkt og skemmtilegt garn að vinna með. Hver hespa er 100 m/100 gr.

 

Chunky baby : 6 (7) 7 (8) 8 (8)

 

Hringprjónar 40 og 80 / 100 cm í 6 mm fyrir peysuna

Hringprjónar 40 cm 80 / 100 í 5 mm fyrir stroff  á hálsmáli, bol og ermum 

Saumnál til að fela enda og sauma hálsmál niður

Auka prjónar eða afgangsgarn til að geyma lykkjur

Prjónamerki

 

Prjónfest

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. 

Fitjið upp 14 L og prj 20 umf á prj 6 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. 

Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.

Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er fullkomið verkefni fyrir “létt” æfðan prjónara, uppskriftin inniheldur ekki mikið af flóknum prjóna aðferðum. Það eina sem hægt er að hafa í huga er að það getur verið stundum erfitt að rekja upp loðið garn og í Wild alpaca getur verið erfitt að sjá hvar villurnar ef leynast einhverjar. 

 

Peysan er prjónuð ofan frá og niður í hring, fyrir utan byrjun á hálsmáli. Hálsmálið er prjónað fram og til baka með útaukningu, hálsmálið er tengt saman við berustykkið og þar eftir er peysan prjónuð í hring. Berustykkinu er deilt upp við handveg, fyrir bol og tvær ermar. Bolurinn og ermarnar eru þar eftir prjónað hvert fyrir sig áfram í hring. Hálsmálið er prjónað í hring og stroffið er svo saumað niður frá röngunni og verður tvöfalt að þykkt.

 

Lesið yfir uppskriftina áður en hafist er á verkefninu.

 

Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn.    

 

Besta leiðin til að prjóna peysuna með handlituðu garni er að prjóna með tveimur dokkum í einu. Þegar prjónað er með tveimur dokkum í einu er best að skipta út dokkunum í annarri hverri umferð. Ef þú hefur ekki prjónað eftir þessari aðferð, þá er hægt að finna mjög hjálplegar leiðbeiningar hérna :

 

https://youtu.be/dVsN8qJ3ZD8?si=aV8DcUSPInbA0IjY 

TANYASWEATER

60,00krPrice

    Related Products

     
    HAFA SAMBAND
    SKILA OG SKIPTI REGLUR
    UMHVERISÁHRIF OG MARKMIÐ
    Thelma logo

    © Thelma Steimann

    KAUPMANNAHÖFN
    bottom of page