Íslenska útgáfan
Style SIVADRESS er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm) XS (S) M (L ) XL (XXL)
1. Lengd á kjól
50 (51) 52 (53) 53,5 (53,5)
2. Yfirvídd (Mjaðmir)
87 (89,5) 92 (94,5) 97 (99,5)
Málin eru byggð á kjólnum fyrir þvott, málin geta breyst og kjólinn stækkað eftir að kjólinn hefur verið þveginn. Kjólinn teygist vel við mátun og á að vera aðsniðinn.
Hæfni : Meðal þekking á prjónaskap
Efni
Fine merino perlugarn frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 365m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Fine organic: 2 / 2 / 3 / 3 / 3 / 3
Hringprjónar 60 cm í 3 mm.
2 x sokkaprjónn/kaðlaprjónn í 3 mm.
Saumnál til að fela enda.
1 x langar öryggisnælur til að geyma lykkjur, eða afgangsgarn.3 x öryggisnælur til að geyma lykkjur, eða afgangsgarn.
4 x prjónamerki.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 32 L , prjónið et ; 1 L br & 3 L sl, prj 42 umf á prj 3 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu. Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna. Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Kjóllinn er prjónaður neðanfrá og upp, og að mestu leyti í hring. Pilsið er prjónað fram og tilbaka, og síðar tengt saman í hring til að búa til opnu klaufina á pilsinu. Kjólinn er tengdur saman í hring og prjónað er bæði útaukning og síðar úrtaka til að skapa fallegt ummál í kringum mjaðmasvæðið. Kjólnum er síðar deilt aftur upp og lykkjur sem tilheyra bakhliðinni eru felldar af og prjónað er fram og tilbaka fyrir framhlið, sem síðar er deilt upp í hægri og vinstri framhlið. Hlýrarnir eru prjónaðir með I Cord (snúru) tækninni, þ.e.a.s. Prjónað með örfáum lykkjufjölda í hring, hlýrarnir eru síðan festir niður á bakhliðinni.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Fine Merino.
top of page
60,00krPrice
Related Products
bottom of page