Íslenska útgáfan
Style OPUSSWEATER er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Stærðartafla
Stærðir (cm) XS (S) M (L) XL (XXL) 3XL
1.Yfirvídd (brjóst ummál)
72 (75) 78 (81) 84 (87) 90
2.Lengd á bol til handakrika
43 (44,5) 46 (46,5) 47 (47) 47
3.Lengd á ermi til handakrika
63 (65) 67 (67,5) 68 (68) 68
Málin eru byggð á peysunni fyrir þvott ; málin á peysunni geta breyst við þvott. Peysan teygist vel við mátun og á að vera aðsniðinn. Bæði búkurinn og ermarnar skreppa saman í lengd þegar snúran hefur verið þrædd í gegn og búið er að binda hana um sig. Peysan gefur allt að auka 15/20 + þar sem hún teygist vel og mælt er með því að halda sig við þá stærð sem maður er vanur að prjóna.
Hæfni: Meðal
Efni
Garn:
Handlitað Mulberry silki frá Thelma Steimann. Silkið er ótrúlega fallegt og mjúkt garn til að prjóna með, það gefur fallega glansandi og léttleika í flíkinni. Meðallengd ca 400m / 100 g í hverri hespu.
Mulberry silki: 3/3/3/4/4/4/4
Eða
Handlituð Fine merino perlugarn frá Thelma Steimann, garnið er 100% vistvæn handlituð merino ull. Meðallengd ca. 365m/100g í hverri hespu. Dásamlega mjúk ull til að vinna með.
Fine organic: 3/4/4/4/4/4/4
Hringprjónar 40 og 80/100 cm í 3 mm.
2 x sokkaprjóna fyrir snúruna og hægt að nota einnig þegar ermarnar eru prjónaðar.
Saumnál til að fela enda og til að sauma niður kantinn á búknum, ermunum og til að sauma niður hliðarnar.
Aukaprjón eða garnaafgang til að geyma lykkjur sem hvíla.
10 x prjónamerki.
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 30 L , pr- jónið slétt 40 umf á prj 3 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Peysan er prjónuð ofan frá og niður með laska útaukningu á berustykkinu. Peysan er prjónuð fram og tilbaka, en tengd í hring við hálsmálið og þar eftir prjónuð í hring. Peysunni er deilt upp í ermar og bol og prjónað er áfram hvert fyrir sig í hring, eða þar til opnað er fyrir “keyholes” sem bæði er að finna á ermunum og bolnum. Þar eftir að peysan prjónuð fram og tilbaka með tilheyrandi útaukningu og úrtöku. Hálsmálið er prjónað með i-cord kanti, sem prjónaður er fastur á hálsmálið. Snúrurnar þrjár eru prjónaðar hver fyrir sig með i-cord aðferðinni. Faldurinn á bæði ermunum og bolnum er saumaður niður á bakhliðinni. Hliðarnar með “keyhole” eru einnig saumaðar niður á bakhliðinni og hægt er að finna nánari myndræna útskýringu á síðustu síðunni í uppskriftinni sem bæði sýnir hvernig þær eru saumaðar niður og hvernig á að þræða snúrurnar í gegnum.
Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu prjónfestu og Mulberry silki/ Fine Organic. Í gegnum uppskriftina eru gefnið möguleikar á því að bæta við auka cm á lengdina, þar af leiðandi má búast við því að þurfa meira garn fyrir verkefnið.
Lesið yfir uppskriftina áður en hafist er á verkefninu.
top of page
60,00krPrice
Related Products
bottom of page