top of page
MYLEOPARDSWEATER

Íslenska útgáfan

 

Style MYLEOPARDSWEATER er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir (cm)    S  (M)  L

1.Yfirvídd 

106 (109) 112

2. Lengd á bol til handveg       

35  (36,5) 38

3. Lengd á ermi til handveg 

48   (51)   54

 

Málin eru byggð upp eftir peysum fyrir þvott ; peysan getur stækkað við þvott, fer allt eftir því hvernig hún er þveginn.

 

Hæfni : Meðal þekking a prjónskap

 

Efni

 

Gepard Kid silk 5, litur : 485 (Brown) : 4/4/5

Gepard Kid silk 5, litur : 405 (Light beige) : 4/4/5

Gepard Kid silk 5, litur : 1007 (Koniak Brown) : 2/2/2

 

Gepard Kid silk 5 samanstendur af 70% mohair og 30% silk : 25 g í 125m.

 

Hringprjónar 3,5 mm 40 og 80 cm

Hringprjónar 5 mm 40 og 80 cm

Saumnál til að fela enda
4 x öryggisnælur

5 x sokkaprjónar 3,5 mm

5 x prjónamerki

 

Prjónfesta

 

Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 17 L og prj 16 umf á prj 5 mm. Þvoið prufuna fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er prjónuð neðanfrá og upp í hring, ermarnar og bolurinn eru prjónuð í sitthvoru lagi og sameinaðar við axlabyrjun á berustykkinu og þar eftir prjónað saman í hring. Mynstrið er prjónað með 2 eða 3 litum samtímis. Hafið í huga að litur 1007 er sleppt í nokkrum umf, og hægt er að finna merkingar í mynstrinu þar sem liturinn er geymdur. Þegar löng skil eru á milli lita í umferð er mælt með því að snúa uppá garnið frá röngunni og krækja því með lit í notkun, svo að garnið hangi ekki laust frá röngunni yfir mikinn lykkju fjölda. (VIDEO 1).

 

Magn af garni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Kid silk 5 og litasamset- ningin er ekki bindandi.

 

Hægt er að nálgast myndefni fyrir uppskriftina inná heimasíðunni www.thelmasteimann.com. Lesið yfir uppskriftina áður en hafist er á verkefninu.

 

 

MYLEOPARDSWEATER

60,00krPrice
    bottom of page