Íslenska útgáfan
Style BATIKSCARF er prjónauppskrift.
Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í PDF formi sem hægt er að hlaða niður.
Batik Scarf
Stærð (Ein stærð)
Lengd (valfrjáls) 206 cm
Breidd 19,5 cm
Efni
Handlitið silkimohair frá Thelma Steimann, garnið er blanda af burstuðu 64% mohair og 36% silki, meðallengd ca. 420m/50gr í hverri hespu. Silkimjúk áferð og þægileg ull til að vinna með.
100 gr af silki mohair, tveir litir í það minnsta.
Þetta er fullkomið afgangaverkefni. Hægt er að nota Wild alpaca, hafið í huga að prjóna Wild með einföldum þræði.
Hringprjónar 6 mm 40 cm
Saumnál til að fela enda
2 x prjónamerki
Bursta fyrir prjónavörur til að ýfa út hárin
Prjónfesta
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu áður en hafist er á verkefninu. Fitjið upp 13 L með tvöföldum Kid silk mohair og prj 18 umf á prj 6 mm fyrir 10 x 10 cm prjónfestu.
Ef prjónfestan mælist smærri í cm, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prjónfestan mælist stærri í cm, skiptið yfir á minni prjóna.
Gott að hafa í huga
Trefillinn er prjónaður í hring og mynstrið á treflinum er prjónað með tveimur litum í einu. Ef þú átt erfitt með að halda prjónfestu þegar þú prjónað með tveimur litum, þá mæli ég með að þú skiptir yfir á stærri prjóna þegar þú prjónar mynstrið.
top of page
40,00krPrice
Related Products
bottom of page