top of page
BONEYSWEATER

Íslenska útgáfan

 

Style BONEYSWEATER er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir XS (S) M (L)XL

1. Yfirvídd                                                

65 (71) 77 (83) 90

2. Lengd á bol frá öxlum og niður            

44 (46) 48 (50) 52        

3. Lengd á ermum frá olnboga og niður               

34 (36) 38 (40) 42

 

Hafið í huga að peysan er hönnuð til að vera yfir meðallagi í stærðum.

 

Hæfni : Grunn þekking a prjónskap


Efni


Koks 598 8 (9) 10 (11) 12


Big cotton samanstendur af 100% bómul : 75 gr í 38 m

2 x Hringprjón 10 mm, 80 cm eða 3 x pinnar 10 mm, 40 cm

Hringprjón 10 mm , 40 cm
Saumnál

 

Prjónfesta

 

10 x 10 cm = 9 L og 11 umf prj 10 mm með hálfu klukkuprjón, uppl má finna í framstykki og bakstykki. Hafið í huga að sannreyna prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef við á.
Ef prufan er of lítil, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prufan er of stór, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Búkurinn á peysunni er prjónaður fram og tilbaka á 2 prjónum , ermar og kragi eru prjónuð í hring á hringprjónum gegnum alla uppskriftina , sleppið úr eða bætið við umf ef við á til að minnka eða stækka peysuna.

 

Magn af efni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Big cotton . Litasamsetningin er ekki bindandi.

 

Lesið vel í gegnum uppskriftina áður en hafist er á verkefninu. Hægt er að nálgast hjálparvideo inná heimasíðunni www.thelmasteimann.com til að sjá hvaða aðferðir eru notaðar hverju sinni. Myndefnið liggur inn á heimasíðunni undir BONEYSWEATER.

BONEYSWEATER

kr 60,00Pris
    bottom of page