top of page
MYTIEDYESWEATER

Íslenska útgáfan

 

Style MYTIEDYESWEATER er prjónauppskrift.

 

Uppskriftin er send á netfang sem gefið er upp og í  PDF formi sem hægt er að hlaða niður.

 

Stærðartafla

 

Stærðir (cm) XS (S) M (L) XL

1. Yfirvídd 

98 (102) 106 (110) 114

2. Lengd á bol til handveg 

37 (38,5) 40 (41,5) 43

3. Lengd á ermi til handveg

46 (48) 50 (52) 54

4. Lengd á berustykki 

23,5 (24,5) 25,5 (27) 29

 

Málin eru byggð upp eftir peysum fyrir þvott ; peysan getur breyst í málum við þvott, fer allt eftir því hvernig hún er þvegin.

 

Hæfni : Meðal þekking a prjónskap

 

Efni

 

Litur 1: 4 / 5 / 5 / 5 / 6

Litur 2: 2 / 2 / 3 / 3 / 3

 

Kid silk mohair inniheldur 72% mohair 28% silki.

 

Hringprjónar 60 og 70 cm stærð 3,5 mm.

Hringprjónar 40 og 70 cm stærð 5 mm.

Sokkaprjónar 4 – 5 stk ; 3,5 mm and 5 mm.

Saumnál og 4 x öryggisnælur.

 

Prjónfesta

 

10 x 10 cm = 17 L og 20 umf prj sl og br á prjóna 5mm.
Hafið í huga að sannreyna prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef við á. Ef prufan er of lítil, skiptið yfir á stærri prjóna.
Ef prufan er of stór, skiptið yfir á minni prjóna.

 

Gott að hafa í huga

 

Peysan er prjónuð saman í hring, búkur og ermar eru prjónað hvert fyrir sig og sameinað við axlabyrjun og þar eftir prjónað saman upp að hálsmáli.

 

Magn af efni er miðað við meðaltal, og getur þar af leiðandi verið mismunandi fyrir hvern og einn. Uppskriftin getur verið prjónuð í hvaða garni sem er, með sömu þykkt og Kid silk mohair. Litasamsetningin er ekki bindandi.

 

Lesið vel í gegnum uppskriftina áður en hafist er á verkefninu. Hægt er að nálgast hjálparvideo inná heimasíðunni www.thelmasteimann.com til að sjá hvaða aðferðir eru notaðar hverju sinni. Myndefnið liggur inn á heimasíðunni undir MYTIEDYESWEATER.

MYTIEDYESWEATER

kr 60,00Pris

    Relaterede produkter

    bottom of page